1. Fiskur
Fiskur er ríkur af nauðsynlegum fitusýrum eins og omega-3 og omega-6 og þessar fitusýrur hjálpa til við að minnka bólgumyndun í líkamanum sem geta örvað frumurnar til að hlaðast upp í svitaholum og myndað bólur. Lax, sardínur og makríll gegn bólum.
2. Hnetur
Skortur á zink og selen hefur verið nefndur sem orsök fyrir bólum og er því í öllum fæðubótarefnum fyrir húðina. Flestar hnetur eru ríkar af selen, E-vítamíni, kopar, magnesíum, kalíum, kalki og járni sem er allt nauðsynleg efni fyrir fallega húð.
3. Avókadó
Mjög ríkt af E-vítamíni og C-vítamíni sem gefur húðinni raka og minnkar bólgur í húðinni.
4. Rauð vínber
Vínberin og steinarnir í þeim innihalda öflug náttúruleg efni og andoxunarefni sem geta borið árangur í meðferð á bólgusjúkdómum í húð eins og psoriasis og exem. Eru mjög öflugur bólubani.
5. Fennel
Sértu að leita af náttúrulegri húðhreinsun, sem er engri lík, þá skaltu borða Fennel. Það bætir meltinguna, minnkar bólgur og hreinsar út umfram vökva og eiturefni úr húðinni.
6. Þistilhjörtu
Þistilhjörtu innihalda mikið C-vítamín og öflug andoxunarefni sem hjálpa til við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum og koma þannig í veg fyrir bólumyndun á húð.
7. Brún hrísgrjón
Þau eru rík af B-vítamíni, próteinum, magnesíum og fjölda andoxunarefna. B-vítamín starfar sem vörn gegn streitu og hjálpar til við að hafa jafnvægi á hormónagildum en streita og hormónaóregla eru algengar ástæður fyrir bólum.
8. Hvítlaukur
Hvítlaukur er súperfæða sem berst gegn bólgumyndun. Hann er fullur af náttúrulegu efni sem kallast Allicin sem drepur margar bakteríur og veirur sem herja á líkamann.
9. Brokkólí
Brokkolí hreinsar húðina og það inniheldur A, B, C, E og K-vítamín sem virka gegn hrörnun húðarinnar og stuðla að því að viðhalda náttúrulegum ljóma hennar.
10. AlfaAlfa spírur
Holla grasið sem er ríkt af ensímum sem hjálpa gegn bólgum og hreinsa húðina.