1. Fljúgandi bílar.
Samkvæmt Dr. Emmett Brown voru vegir í raun óþarfir árið 2015. Rafbílarnir eru komnir en líklega munum við þurfa vegi eitthvað áfram.
2. Power-reimar
Alla krakka dreymdi um að eiga sjálfreimandi skó eftir að hafa séð Back to the Future enda fullkomlega ofmetið að reima skó.
3. Símagleraugu
Símagleraugun eru kannski smá eins og þú gætir installað Skype á sólgleraugun þín. Ekki svo fjarri lagi miðað við fregnir af Google Glass!
4. Geggjað Pepsi
Í Back to the Future var framtíðar-Pepsi-ið miklu meira töff – því fylgdi innbyggt rör og barst til þín um leið og þig langaði í það.
5. Mr. Fusion – rafstöð heimilisins
Rafstöð sem var knúin áfram af heimilisrusli. Umhverfisvænt og svalt. Hvenær fáum við svona og getum knúið sjónvörpin okkar með matarleifunum?
6. Hundagönguvélmenni
Í framtíðinni átti besti vinur besta vinar mannsins að vera þolinmótt vélmenni. Spurningin er: Tekur það líka upp skítinn? Þá værum við að tala saman.
7. Þrívíddar-auglýsingar fyrir kvikmyndina Jaws 19.
Þrívídd hefur vissulega orðið mun meira áberandi en hún var og óskandi væri að sjá svona svakalegar auglýsingar utan á bíóhúsum í dag.