Hér koma fyrstu myndirnar sem náðst hafa af fisktegund sem gengur undir nafninu Svartur Sjáfardjöfull eða (Black Seadevil). Það voru starfsmenn „The Monterey Bay Aquarium Research Institute“ sem náðu þessum ótrúlegu myndum af þessum djöfli þar sem hann synti til botns.
Þessi fiskur sást síðast í teiknimyndinni Finding Nemo sem Pixar gerði árið 2003 en nú hefur fyrirmyndin stigið fram í sviðsljósið eða eigum við að segja fram í kolsvart myrkur hafdjúpanna.