KVENNABLAÐIÐ

Efldu sköpunargleðina og kraftinn í þér

Hérna eru nokkur ráð til þess að bæta og efla sköpunargleðina og kraftinn til að skapa og gera. Þessi ráð eru m.a. úr grein úr Scientific American Mind sem var skrifuð af: Evangelia G. Chrysikou. Það sem er áhugavert við þessi ráð sem bæta og efla hjá okkur sköpunargleðina er að þau bæta öll þitt geð og efla þína sátt í lífinu.

Spurningin er af hverju það virðist vera svona öflug tenging á milli sköpunarkraftsins og vellíðan. Það er líklega vegna þess að sköpunarkrafturinn er eitt af grundvallaratriðum í okkar sátt. Ef við stefnum að því að bæta efla og styrkja sköpunargleðina að þá stefnum við um leið að öllu því sem skiptir máli í sátt og vellíðan.

Eftirtekt. Takið eftir umhverfinu og skoðið hvernig hlutir eru notaðir til að leysa vandamál og verkefni dagsins.

Vertu sérfræðingur. Yfirsýn og samhengið verður betra hjá þér eftir því sem þekking þín og reynsla er meiri. Eftir því sem þú hefur betri yfirsýn gætir þú mögulega fundið nýjar lausnir auðveldar.

Þekktu þinn markhóp. Reyndu á þínu eigin skinni hvað þú sjálfur ætlar þínum markhóp að ganga í gegnum.

Farðu út úr þægindarýminu. Reyndu eitthvað nýtt, sem byggir ekki endilega á þinni sérhæfni. Gerðu eitthvað sem væri áhugavert fyrir þig sjálfan eða þína mögulega notendur.

Prófaðu fyrst alein/n og leggðu áherslu á þína eigin vinnu. Hópavinna er miklu öflugari ef fólk kemur undirbúið með sína heimavinnu og hefur prófað sjálft áður á eigin spýtur.

Ræddu við aðra í faginu. Að fá nýja og utanaðkomandi skoðun getur hjálpað þér að byggja upp samræmt álit á verkefninu og hjálpað þér að sjá og tálga til aðra möguleika.

Hafðu af þessu gaman. Gott skap getur brætt saman nýjar tengingar. Notaðu til dæmis tónlist til þess að hjálpa upp á skapið og fá fram sköpunargleðina og kraftinn í verkið.

Prófaðu að hvíla þig og leyfa huganum að reika. Svefn og dagdraumar getur bætt ímyndunaraflið og alið frá sér hugmyndir sem þú ert að vonast eftir.

Taktu hvíld frá verkinu. Farðu eitthvað annað og gerðu eitthvað nýtt. Komdu svo endurbættur og úthvíldur að verkinu og athugaðu hvort þú fáir ekki ferska sýn á málin.

Prófaðu nýjar áherslur. Prófaðu nýja leið í vinnuna, eða nýjar venjur yfir daginn. Gefðu algerlega upp hina upprunalegu hugmynd og skoðaðu algerlega ferska möguleika.

Fáðu lánað svör úr öðrum sérfræðisviðum og skoðaðu hvort það sé ekki nýtt samhengi í málinu.

Það er líka grein á kulnun.is sem fjallar um svefnvandamál og þar eru mörg ráðin mjög á eina leið eins og hér.
Hafðu þína sýn á lausninni alltaf til hliðsjónar. Horfðu í mögulega sátt í málinu og mögulega hvernig þú vilt sjá málin í framtíðinni. Það er sterkt afl til allra verka.

Höfundur greinar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!