KVENNABLAÐIÐ

X-Files: Mulder og Scully snúa aftur á skjáinn í lok janúar!

Orðrómurinn um endurfundi þeirra Mulder og Scully, sem lengi hefur verið á sveimi, hefur loks fengist staðfestur. X-Files snúa brátt aftur en tökur hafa staðið yfir á framhaldsþáttaröð sem fylgir þessu skarpskyggna rannsóknarteymi í humátt eftir og fylgist grannt með viðskiptum þeirra við framandi öfl.

Ný kynningarstikla, sem er yfir 20 mínútna löng, fór svo í loftið nú í gær sem sýnir frá tökum þáttana sjálfra, sem verða frumsýndir snemma á næsta ári og einnig viðhorfum aðalleikarana til endurkomunnar.

scully-mulder
Fyrsti þátturinn var frumsýndur vestanhafs í september árið 1993

Þannig má meðal annars hlýða á Gillian Anderson, sem fer með hlutverk Scully, ræða allt frá opnunarstefinu sjálfu til söguþráðarins, en hún segist himinlifandi yfir því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, en fyrsti þátturinn um X-Files var frumsýndur vetanhafs þann 10 september 1993 og er því magnað að báðir aðalleikarar skuli enn ekki einungis í fullu fjöri, heldur reiðubúin til að enduropna leynimöppurnar.

Enn í fullu fjöri; Mulder og Scully snúa aftur á skjáinn
Enn í fullu fjöri; Mulder og Scully snúa aftur á skjáinn

Á vef IMDB má fylgjast með uppfærslum af nýju þáttaröðinni, sem fer eins og hér greinir frá, í loftið á næsta ári, en hér má hins vegar sjá og hlýða á æsispennandi 20 mínútna langa stiklu þar sem farið er ofan í saumana á gerð X-Files:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!