Chris Heider deyr ekki ráðalaus, svo mikið er víst. Þessi hugvitsami og handlagni húsfaðir langaði að gleðja dóttur sína með haganlega sérsmíðuðu rúmi í svefnherbergið, þar sem fátt var um fína drætti og ekki ber á öðru en að hann hafi slegið alveg í gegn.
Til smíðarinnar nýtti Chris sjö eldhússkápa úr IKEA, í misjöfnum stærðum og smíðaði úr gullfallegt rúm fyrir heimasætuna með tröppum, geymslurými og klæðaskápum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig Chris fór að, en það er hann sjálfur sem fer yfir leiðbeiningarnar og sýnir þar lið fyrir lið, hvernig hann umbreytti eldhúsinnréttingu í prinsessurúm.
Erfitt er að segja til um hvaðan Chris fékk hugmyndina, en ekki einungis er útfærslan hagnýt og ódýr – heldur nýtist rúmið alveg gífurlega vel í litlu rými og getur gert smæsta herbergi að algerum draumaíverustað. Þá er eflaust hægt að nýta gamla eldhússkápa, sem eru heilir að öðru leyti en að hafa þjónað fyrri tilgang sínum.
Þó útfærslan henti ekki öllum og handlaginn einstaklingur með ágæta rúmskynjun þurfi að byggja draumarúm á borð við þetta, fer varla á milli mála að þessi handlagni húsfaðir veitir öðrum hugvitsömum feðrum harða samkeppni um titilinn Faðir Ársins.
Nóg er komið af orðaflaumi, hér má sjá listasmíði Chris!