Er sektarkenndin farin að sækja að eftir sælgætisát jólanna? Aukakílóin farin að minna á sig? Taktu þá lýsi. Nýlegar rannsóknir sýna fram á að fiskiolía; réttara sagt lýsi á ágætri íslensku, örvar fitubrennslu og getur stuðað að heilbrigðu þyngdartapi.
Umrædd rannsókn var framkvæmt við Kyoto háskólann í Japan og voru niðurstöður gerðar kunnar nú rétt fyrir jól og herma að lýsi geti umbreytt fituforðafrumum í fitubrennslufrumur, hversu skemmtilega ótrúlega sem það nú hljómar.
Þannig vísar rannsóknin til þess að ekki allar fitufrumur líkamans þjóni sama hlutverki. Þannig séu hvítu fitufrumurnar þær sem halda í fituna til að viðhalda orkubúskap líkamans. Brúnu fitufrumurnar brenna fitunni til að viðhalda líkamshitanum í jafnvægi en þriðja gerðin af fitufrumum, sem eru drappleitar og er að finna í kjarna hvítu fitufrumanna geta umbreytt hvítu fitufrumunum í brúnar fitufrumur, sem svo aftur knýr líkamann áfram til að brenna enn meiri fitu í stað þess að safna fitunni saman til að viðhalda orkubúskapnum.
Þessi staðreynd varð svo aftur spretta þess að forsvarsmaður rannsóknarinnar, Teruo Kawada, hóf að kanna hvort misjafnar fæðutegundir gætu örvað starfsemi drappleitu fitufrumanna. Í fréttatilkynningu sagði Kawada að heilsubætandi áhrif lýsis hefðu verið rannsakendum vel kunn þegar þeir hófust handa:
Við vissum þegar hversu vel lýsi getur nýst við áhrifaríka þyngdarstjórnun þegar rannsókn hófst. Því vildum við sannreyna hvort lýsi gæti örvað starfsemi drappleitu fitufrumanna og hvort tengsl væru á milli þyngdarstjórnunnar og inntöku lýsis.
Til að sannreyna kenninguna, var hóp af rannsóknarmúsum gefinn fituríkur matur í ákveðinn tíma. Helmingur músanna fékk lýsisviðbót út á matarskammtinn, en hinn helmingurinn fékk ekkert lýsi með matnum. Sá hluti músanna sem fékk lýsisviðbótina, bætti 5% – 10% minni líkamsþyngd við sig og var fituaukningin um 15% – 25% lægri en hjá þeim hópi músanna, sem ekkert lýsi fékk.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á sambærilegar niðurstöður; að reglubundin inntaka lýsis geti dregið úr þyngdaraukningu. Þrátt fyrir að eldri niðurstöður séu nokkuð á reki, sýna nýjustu niðurstöður hins vegar að inntaka lýsis knýr líkamann áfram til aukinnar fitubrennslu og örvar drappleitu fitufrumurnar til að berjast gegn fituforða líkamans. Þannig er jafnvel hægt að umsnúa hvítu fitufrumunum, sem sitja á fituforðanum, í fitubrennslufrumur sem styrkja taugakerfið og efla varnarviðbrögð líkamans.
Lýsi er því ekki einungis gott fyrir sjónina, heldur stuðlar einnig að aukinni fitubrennslu líkamans og hversu ólíklega sem það hljómar, er besta ráðið til að brenna meiri fitu það eitt að innbyrða meiri magn af þeirri fitu sem lýsið sjálft inniheldur.