Vetrarsólstöður eru í dag, þann 22 desember 2015 og merkja að sólin er nú á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Markar dagurinn því myrkasta tíma ársins, sem nefnast vetrarsólstöður sem einnig markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himni, en eftir daginn í dag byrjar sólin að hækka á lofti.
Íslendingar horfa því inn í myrkrið í dag og í framhaldinu fer skammdeginu að þoka, en frá og með morgundeginum fer sól aftur að hækka á lofti. Orðið sjálft merkir að sólin stendur í stað umræddan sólarhring en ljósglætan fer að smjúga aftur inn í ískaldan veturinn frá og með 23 desember.
Sjálfar vetrarsólstöðurnar voru í morgun kl. 05.30 en sólin reis kl. 10.03 í dag. Þá hnígur sól til viðar kl. 16.49 samkvæmt því sem kemur fram á Vísi og Almanaki Háskóla Íslands. Á morgun, Þorláksmessu, verður rís sólin í Reykjavík kl. 11.22 en sól hnígur til viðar kl. 15.30.
Eftir það fer daginn að lenga, hægt í fyrstu og verður birtutíminn á aðfangadag 3 mínútum lengri en í janúar verður birtutíminn búinn að lengjast um 1 mínútu til viðbótar.
Eins og fram hefur komið í spám veðurfræðinga undanfarna daga, má reikna með frostköldum jólum og er ætlað að kuldinn sígi niður í 20 gráðu frost á aðfangadag. Mun þá einmitt við hæfi að muna að til forna fögnuðu menn endurkomu sólarinnar, sem allt vermir og græðir en sú hátíð og fögnuður fór einmitt fram á vetrarsólstöðum.