KVENNABLAÐIÐ

Ósvikinn og gamaldags eggjapúns á hátíðarborðið – Uppskrift

Gamaldags og ósvikið eggjapúns á sannarlega upp á pallborðið svona rétt fyrir jól og er reyndar fantagóður drykkur yfir hátíðirnar líka. Þó eflaust leynist uppskriftir að ósviknu eggjapúnsi á mörgum heimilum, eru sennilega einhverjir að leita eftir ágætri uppskrift.

Auglýsing

Hér fer því ósvikið uppskrift að alvöru, ósviknu eggjapúnsi eins og það gerist best, en þessi uppskrift er óáfeng. Einhverjir bæta áfengi út í púnsinn, ágætt er t.a.m. að setja einfaldan Amaretto í drykkinn, en þá þegar öll börn eru farin að hátta og klukkan er orðin átta!

U P P S K R I F T:

1 ½ bolli mjólk

2 bollar rjómi

¼ bolli hlynsýróp

1 tsk vanilluþykkni (vanilla extract)

1 msk malaður kanell

½ tsk múskat

Auglýsing

Hellið öllum innihaldefnum í ágætan blandara eða stóra skál og blandið saman eða þeytið þar til blandan er orðin jöfn ásýndar og örlítið froðukennd. Hellið því næst blöndunni í könnu og látið standa í ísskáp í alla vega einn klukkutíma eða jafnvel yfir nóttu, svo innihaldsefnin nái að blandast vel saman.

Berið fram vel kælt. Blandan má standa í ísskáp í allt að tvo daga.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!