Erdinger hveitibjórinn er langvinsælasti þýski hveitibjórinn á Íslandi og hefur verið svo lengi. Nú er kominn ný bjór frá þeim í Vínbúðirnar, Erdinger Pikantus sem er sérdeilis frábær. Hann er sterkur eða 7,3% í áfengismagni, dökkur og afar bragðgóður.
Hann er, eins og hveitibjór sæmir; skýjaður, ósætur, með mjúkri meðalfyllingu og hverfandi beiskja. Ristað malt, banani og karamella leika um bragðlaukana. Þetta er ekta jólabjór þó svo hann beri ekki slíkt nafn. Bjórinn fæst í Heiðrúnu, Skútuvogi, Hafnarfirði og Kringlunni og kostar kr. 649.
Við á SYKUR erum í jólastuði og ætlum að gefa 2 heppnum lesendum einn kassa í skóinn en í einum kassa eru 12 flöskur af 0.5 lítra Erdinger eðalbjór og gerum við gott betur, því tvö gullfalleg bjórglös fylgja með hvorum kassanum.
Það EINA sem þú þarft að gera er að skrifa orðið ERDINGER í athugasemd við þessa færslu og nafn þitt fer þá sjálfkrafa í pottinn! Við drögum nöfn tveggja stálheppinna lesenda á sunnudag!