Hver þekkir ekki hugtakið „No Pain – No Gain“.
Allir þeir sem hafa æft eitthvað að viti og reynt á sig líkamlega, kannast við það að fá harðsperrur.
Það fylgir því að stunda styrktarþjálfun eða íþróttir sem krefjast mikillar líkamlegrar áreynslu.
Harðsperrurnar koma yfirleitt 12-48 tímum eftir mikla áreynslu og má rekja sársaukann til lítilla skemmda í vöðvaþráðum (mircrotrauma).
Lengjandi vöðvaálag (eccentric) er talið valda þessum skemmdum. En til að einfalda hugtakið, þá er lengjandi vöðvaálag þegar þú ferð t.d. hægt niður og viðheldur vöðvaspennu í hnébeygjunni eða lætur líkamann síga hægt niður í upphífingunum.
Líkurnar á miklum harðsperrum ákvarðast af nokkrum þáttum.
1)Ef þú ert að byrja að æfa eftir langa dvöl í sófanum.
2) Ef þú ert að byrja á nýju æfingakerfi með breyttum áherlsum og nýjum æfingum.
3) Ef þú ert að þyngja mikið frá því sem þú ert vanur/vön.
4) Ef þú einbeitir þér meira að lengjandi vöðvaálagi.
Harðsperrur eru alls ekki mælikvarði á góða … lesa áfram