Eitt það dýrmætasta í eign nokkurs foreldris eru eigin börn og það er fátt ef nokkuð sem móðir myndi ekki leggja á sig til að tryggja öryggi afkvæma. Þetta á ekki einungis við um okkur mannfólkið, heldur spendýrin líka og þar með taldar læður sem geta verið ansi viðskotaillar, sjái þær fram á að kettlingar þeirra séu að rata í hættu.
Að sama skapi má teljast magnað þegar dýrin sýna hvoru öðru skilyrðislaust traust fyrir afkvæmum hvors annars, eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir neðan – þar sem vinirnir tveir; köttur og hundur, eiga samskipti án orða … með þeim afleiðiningum að læðan gengur afsíðis og fylgist með galsafullum kettlingunum kljást við leikjaglaðan hundinn.
Dýrin sjá lengra en nef þeirra nær, svo mikið er víst.