Miley Cyrus blaðrar eins og smástúlka, skríður um á bleyjunni einni og nagar snuð í nýútkomnu tónlistarmyndbandi við smáskífuna BB Talk (Smábarnablaður) en lagið kemur fyrir á breiðskífunni Miley Cyrus & Her Dead Petz sem hún gaf út á þessu ári.
Í melódískum poppsmellinum fer Miley (skilanlega) með hlutverk smábarns í alla vega aðstæðum; nartar í risavaxið snuð, situr fyrir í fullorðinsbleyju með fýlusvip á andlitinu og hugleiðir lífið og tilveruna í rimlarúmi, kastar mat í allar áttir og fær sér smók úr krúttlegri barna-bong-pípu.
Lagið í sjálfu sér er melódískur poppsmellur með glaðlyndislegum undirtakti, en Miley fer sjálf með viðlagið og brestur svo í talröddu inn á milli þar sem hún blaðrar um samband sitt við kærastann út heilu erindin, allt meðan smábarnið Miley skemmtir áhorfandanum og sullar í baðkari.
Það er ekki öll vitleysan eins; hér fer blaðrandi Miley með risavaxna bleyju: