Styður sýrlenska flóttamenn: Apple væri ekki til nema því faðir Steve Jobs flúði Sýrland á sínum tíma. Hinn heimsfrægi og dularfulli listamaður Banksy hefur nú gert nýja mynd í flóttamannabúðum í Calais, Frakklandi og varpar því ljósi á jákvæðu hliðar þess að fá flóttamannastraum til Vesturlanda. Sýnir myndin Steve Jobs með tölvu og svartan poka.
Í yfirlýsingu sem listamaðurinn sendi frá sér á síðu sinni segir að Apple fyrirtækið sem er eitt stærsta fyrirtæki í heimi myndi ekki vera til nema af því að faðir Jobs flúði Sýrland.
Í yfirlýsingunni segir: „Okkur er talið í trú um að flóttamannastraumurinn sé neikvæður en faðir Steve Jobs var sýrlenskur flóttamaður. Apple er eitt stærsta fyrirtæki í heimi – og borgar yfir 7 milljarða í skatta á ári og það er eingöngu til því Bandaríkjamenn hleyptu inn ungum manni frá Homs.“
Nokkuð er þó á reiki hvort faðir Jobs hafi flokkast sem flóttamaður eða innflytjandi, en hann fór frá miðausturlöndum árið 1952. HÉR er hægt að lesa meira um föður hans, Abdul Fattah Jandali.
Flóttamannabúðirnar í Calais hafa verið kallaðar „frumskógurinn“ og því vel við hæfi að listaverkið birtist einmitt þar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Banksy lýsir yfir stuðningi við flóttamenn, en Dismaland, listaverk sem birtist í ferðamannabænum Somerset í Englandi gerir það einnig.
Á vefnum ARTSY má skoða umfangsmikið úrval verka eftir BANKSY: Smellið HÉR