Jólasveinarnir þrettán fara senn að koma til byggða og ekki seinna í rassinn gripið en að rifja upp í hvaða röð þeir bræður koma þá líka hvenær þeir koma til byggða.
Forritarinn og jólabarnið Anton Stefánsson hannaði og deildi þessu skemmtilega jóladagatali á Facebook í gær, þar sem sjá má í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða. Skýringarmyndin er einföld og skemmtileg og er alveg tilvalið að prenta út blaðið og hengja upp á ísskáp, svo ungir sem aldnir geti hakað við í jóladagatalið og merkt þannig við, hvaða sveinki kemur það kvöldið.
Við hér á SYKUR setjum skóinn út í glugga í ár og fygjumst grannt með dagatalinu en á hverjum degi til jóla, segjum við frá þeim jólasveini sem kemur það kvöldið og vonum að lesendur hafi gaman og gott af!
Hér er jóladagatal Antons, sem sýnir glögglega hvenær fyrsti jólasveinninn kemur og hvað hann heitir! Þá er bara að fara á réttum tíma í rúmið, kreista aftur augun og lofa að gægjast ekki þegar Stekkjastaur guðar á gluggann!