Erfitt ef ekki ógerlegt er að setja sig í spor einstaklings, sem hugleiðir að taka eigið líf. Hvað þá að vita í raun og veru hvernig síðustu augnablikin eru; hvað fer gegnum huga manneskju sem stekkur fram af háhýsi eða kastar sér jafnvel fram af Golden Gate brúnni, í þeim eina tilgangi að binda endi á eigið líf.
Veljir þú að horfa á aðeins eitt myndband í dag og ekki fleiri, skaltu fyrir alla muni þrýsta á hnappinn hér að neðan og hlýða á frásögn unga mannsins, sem þjakaður af geðhvarfasýki, tók þá ákvörðun að kasta sér fram af Golden Gate brúnni fyrir ellefu árum síðan. Ungi maðurinn, sem hér segir frá, lifði fallið af og er heill á húfi í dag. Til frásagnar og það sem meira er, orð hans eru öðrum hughreysting – ástvinum og aðstandendum þeirra sem svipta sig lífi í kjölfar langvarandi þunglyndis eða lúta jafnvel í lægra haldi fyrir of stórum skammti eiturlyfja.
Engin orð eru nægilega sterk til að lýsa frásögn þeirri sem hér fer að neðan og því sláum við botn í fátæklegan inngang fréttarinnar og gefum þessum hugrakka, unga manni orðið: