Justin Bieber hefur heimstúr vegna útgáfu breiðskífunnar Purpose á Íslandi þann 9 september. Þetta kemur fram á viðburðavefnum TIX, en þar kemur einnig fram að 19.000 miðar verði í boði, sem gerir viðburðinn að stærsta tónleikaviðburði sem haldinn hefur verið á Íslandi.
Orðrétt segir í tilkynningu á TIX:
Innan skamms fá aðdáendur víða um heim tækifæri til að verða vitni að kraftmiklum tónleikum Biebers, en meira en þrjátíu tónleikar verða haldnir á leikvöngum um Evrópu þvera og endilanga, meðal annars í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, víða um Skandinavíu og í Kópavogi á Íslandi!
Tónleikarnir á Íslandi fara fram föstudaginn 9. september í Kórnum. Alls verða 19.000 miðar í boði sem gerir þessa tónleika að þeim stærstu sem nokkurn tíma hafa verið haldnir hér á landi.
Meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana tveimur dögum áður en almenn sala hefst. Forsala aðdáendaklúbbsins hefst fimmtudaginn 17. desember kl. 16.
Íslenskar forsölur fara fram fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Þær verða nánar kynntar innan skamms.
Almenn sala hefst svo laugardaginn 19. desember kl. 10 á Tix.is