KVENNABLAÐIÐ

Magnaður flutningur Prince á laginu Creep frá Coachella – Birtingarbanni loks aflétt

Aðdáendur Prince hafa allt frá árinu 2008 óskað þess leynt og ljóst að bera goðið augum á sviði Coachella það árið, en meistarinn tók meðal annars metsölulag Radiohead, Creep og hermdu sögur að um einn magnaðasta flutning tónlistarsögunnar það árið hefði verið að ræða.

Prince, sem allar götur hefur staðið grimmilegan vörð um eigin hugverk og gætt þess vandlega að engin tónverk í hans eigu leki á YouTube, brýndi fyrir fagteymi sínu að rífa niður allar upptökur af vefnum – jafnharðan og þær birtust.

Því ætlaði allt um koll að keyra þegar Prince tísti skyndilega á vefnum:

Í stuttu máli sagt var Prince að vísa í umfjöllun N.M.E. þar sem segir að Thom Yorke, forsprakki Radiohead, hafi gefið Prince formlegt leyfi til að deila upptökunni af flutningi Prince á laginu Creep fyrir opnum tjöldum.

Já, segðu honum að aflétta birtingarbanninu, þetta er lagið … okkar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!