Fimm ára gömul stúlka frá New York sem missti alla fjölskyldu sína í skelfilegum eldsvoða sönum íkveikju á sér aðeins eina ósk um þessi jól: Að fá jólakort frá öllum heimshornum.
Safyre Terry var einungis þriggja ára gömul þegar hún missti föður sinn og þrjú yngri systkini í eldsvoða sökum íkveikju en Safyre ein fannst á lífi í brakinu við hlið föður síns, sem skýldi litlu stúlkunni með líkama sínum fyrir banvænum logunum og gaf hann þannig líf sitt í skiptum fyrir öryggi litlu stúlkunnar.
Safyre fékk þó alvarleg brunasár og á fyrstu mánuðum i kjölfar voðaslyssins sem kostaði heila fjölskyldu lífið, missti þessi gullfallega stúlka hægri hendi sína og vinstri fót völdum skaðans sem vofveiflegt slysið olli á líkama hennar.
Hér er Safyre litla við jólatréð og kortin eru byrjuð að streyma inn:
Safyre er búsett hjá frænku sinni, sem heitir Liz Dodler og fer með fullt forræði yfir stúlkunni. Liz hengdi upp lítið jólatré til að skreyta með jólakortum sem bárust fjölskyldunni í ár fyrir skemmstu en þegar Safyre litla sá jólatréð ljómaði hún öll upp og sagðist óska sér þess að hún gæti ekki beðið eftir að skreyta allt tréð með jólakortum og þekja þannig greinarnar alveg.
Liz gerði sér lítið fyrir og tók ljósmynd af Safyre litlu við hlið litla jólatrésins sem hún deildi í opinni stöðuuppfærslu á Facebook, með þeim orðum að litla stúlkan óskaði sér þess eins að fá jólakort frá öllum heimshornum þessi jólin.
Hægt er að senda Safyre litlu jólakort á þetta heimilisfang:
Safyre
P.O. Box 6126
Schenectady NY 12306
USA
Við vekjum athygli á Facebook upplýsingasíðunni Safyre Schenectady’s Super Survivor þar sem fylgjast má grannt með jólaævintýri Safyre og framförum hennar, en eins og sjá má eru kortin þegar farin að berast víðsvegar að úr heiminum.
Hér má sjá stöðuuppfærslu Liz sjálfrar, en með þessu vill ritstjórn hvetja þá sem vilja og geta til að skrifa nokkur falleg orð á ensku til stúlkunnar og senda í pósti til Bandaríkjanna. Deilum ástinni, kæru vinir og færum bros á andlit Safyre litlu um þessi jól: