KVENNABLAÐIÐ

5 innihaldsefni, 5 mín, fullkominn millibiti fyrir orku

Í dag langar mér að sýna þér einfalda og snögga uppskrift fyrir millimáli sem styður við orku, þyngdartap og minni löngun í sætindi.

Chia grautur er fullur af próteini úr plönturíkinu, omega 3, trefjum og góðum kolvetnum

Það er líka ótrúlega einfalt í undirbúning og þú getur notið hans án samviskubits.

Þessi grautur er því tilvalin sem orkumikið snarl, morgungraut, nesti í vinnunna eða þegar þú vilt slökkva á sykurþörfinni!

Hér kemur uppskriftin góða,  prófaðu hana svona eða leyfðu hugmyndafluginu að ráða og bætt við hlutum eins og kanil, sítrónubörki eða myntu til að breyta til.

Vanillu chia grauturinn góði

-Fyrir 4

Innihald:

1/2 bolli kasjúhnetur

1 og 3/4 bolli vatn

1/8 bolli hunang

1/2 msk vanilludropar

klípa salt

1/4 bolli chia fræ

Val: Stór klípa af kanil, 1/4 tsk sítrónubörkur eða 3 fersk myntulauf.

1. Settu kasjúhneturnar, vatnið, hunang, vanilludropana og saltið í blandara og blandaðu þangað til mjúkt og kekkjalaust, ca. 30 sek.

2. Settu allt í skál og bættu við chia fræjunum og hrærðu. Settu allt saman í glerílát og bíddu í 10 mín eða leyfðu að liggja í ísskápnum í um 2 klst. Ef þú átt ekki góðan blandara, leyfðu kasjúhnetunum að liggja í vatni í um 3 klst áður en þú setur þær í blandarann upp á áferðina.

Ef þú ert að drífa þig er hægt að sleppa því að leggja þær í bleyti en upptaka næringarefna þeirra bætist við það að leggja þær í bleyti.

Njóttu grautsins eins og hann er eða skreyttu hann með berjum að eigin vali.

Grauturinn er svolítið sætur og því ekkert síðra að setja grautinn í fallegar skálar og bera fram sem eftirrétt.

Deildu síðan með vínkonu sem er áhugasöm um góðar og hollar uppskriftir með því að deila á facebook

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Þessa uppskrift er að finna á heilsu- og lífsstílsvefnum HEILSUTORG; smelltu HÉR til að krækja í fleiri heilnæmar og ljúffengar uppskriftir: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!