Trúir þú að um sama hundinn sé að ræða á báðum myndum? Ótrúleg en sönn dæmi þess að ekki eigi að gefast upp á yndislegu ferfætlingunum þó eitthvað kunni að vera að útlitslega eða heilsufarslega. Dásamlegar fréttir er eitthvað sem við þurfum virkilega á að halda, ekki satt? Hugum vel að gæludýrunum okkar um hátíðirnar…
Að horfa á elsku dýrið er nægilegt til að maður fari að gráta. Andlegt og líkamlegt álag sést augljóslega á greyinu enda er hann ofboðslega horaður og hárlaus, og beinin standa hreinlega út allstaðar á líkamanum. Síðan Cedar komst til góðrar fjölskyldu hefur hann verið „glaðasti hundur í heimi!“ Sjáið bara hvað hann er með fallegan feld.
Þetta er Alana sem fannst úti á götu með feldinn allan klesstan og ómögulegt að vita hvernig hún gat hreinlega séð út. Hún fékk inni í hundaskýli og var ættleidd af fólki sem hélt í raun að hún væri miklu eldri en hún er í raun og veru. Í dag er hún afskaplega falleg og ánægð tík á nýja heimilinu sínu!
Elsku vinurinn hraktist um heimilislaus í Montreal, Kanada áður en starfsfólk neyðarskýlis fyrir hunda fann hann. Hafði hann sennilega haldið sér hita með þessum furðulega feldi í köldu vetrarveðri.
Þessi dásamlegi voffi fannst í ruslatunnu. Hún fékk viðeigandi læknismeðferð og skjól. Seinni myndin er tekin aðeins þremur mánuðum eftir að henni var bjargað. Lífsbjörg góðs fólks.
Vita fannst á ruslahaug í Los Angeles allt of grannur fyrir sína tegund. Hann var við dauðans dyr en var bjargað á hárréttum tíma. Margir mánuðir af heilsusamlegri næringu, mikil hjálp frá dýralækni og mikla þolinmæði varð hann loksins eins heilbrigður og hann gat orðið og er afar hamingjusamur og breyttur í dag!
Fyrstu tvær myndirnar eru af Iggy þar sem hann fannst á víðavangi með skelfilega augnsýkingu. Þökk sé samfélagsmiðlum fékk Iggy nægilega marga styrki til að fara yfir til Bandaríkjanna til að fá hjálp. Þvílíkur stuðningur og ást sem hann fékk – annað tækifæri í lífinu og hann er bara æðislegur
Þessi ljúfi voffi fékk nafnið Shrek – og var erfitt að sjá hverrar tegundar hann var. Þegar hann var tekinn í hundaskýli, hreinsaður og rakaður mátti sjá 6 ára maltese sem hafði einu sinni verið í „puppy mill“ eða hundaverksmiðju.
Þessi hræddi og horaði hvolpur heitir Kenzi. Honum var bjargað af Cocker Spaniel Rescue í Austin og San Antonio í Bandaríkjunum og hefur hann nú fengið aftur sinn fyrri styrk og er orðinn heilbrigður. Hann lítur allavega út fyrir að vera afar hamingjusamur!
„Þegar við ættleiddum Dexter var hann svo örgrannur, bara um 8 kíló og hafði engan áhuga á að hreyfa sig né nokkuð annað. Núna er hann næstum 30 kíló og hefur farið í sína fyrstu alvöru fjallgöngu, um 8 kílómetra göngu. Sjáið hvað hann er kátur!“