Grammy tilnefningar þetta árið hafa verið gerðar opinberar og Adele er ekki að finna á listanum. Reyndar eru hvorki Justin Bieber né One Direction tilnefndir ef því ber að skipta, en Björk er hins vegar tilnefnd fyrir breiðskífu sína Vulnicura og verður spennandi að sjá hvort hún fer með sigur úr býtum í ár.
Áður en einhver tónelskur lesandinn grípur kyndil réttlætis á loft og öskrar eitthvað um klíkuskap tónlistarakedemíunnar og þá ósanngirni sem Adele er beitt í ár, er rétt að árétta að umrædd tónverk þurfa að hafa komið formlega út á tímaskeiðinu 1. október 2014 og til 30. september 2015, til að smjúga gegnum nálarauga akademíunnar þetta árið.
Er því ekki um sadistaskap af hálfu útgáfumafíunnar vestanhafs að ræða, heldur þá einföldu staðreynd að Bieber, Adele og One Direction keppa um gyllta grammafóninn að ári liðnu, þar sem þau brunnu inni á tíma og gáfu öll breiðskífur sínar út þegar þáttökuréttur var á enda runninn.
Fjölmarga aðra frambærilega tónlistarmenn og konur er að finna á lista þetta árið; Megan Trainor er tilnefnd sem besti nýliðinn, Taylor Swift dólar sér á lista með sjö tilnefningar og Kendrick Lamar sprengir skalann með hvorki meira né minna en ellefu tilnefningar til Grammy verðlauna.
Hér má hlýða á Björk flytja lagið Stonemilker af breiðskífunni Vulnicura, en fyrir neðan myndbandið fer listi sem spannar tónlistarfólkið sem tilnefnt er til verðlauna í helstu flokkum:
Metsölulag ársins:
D’Angelo and the Vanguard, “Really Love”
Mark Ronson f. Bruno Mars, “Uptown Funk”
Ed Sheeran, “Thinking Out Loud”
Taylor Swift, “Blank Space”
The Weeknd, “Can’t Feel My Face”
Breiðskífa ársins:
Alabama Shakes, Sound & Color
Kendrick Lamar, To Pimp a Butterfly
Chris Stapleton, Traveller
Taylor Swift, 1989
The Weeknd, Beauty Behind the Madness
Lag ársins:
Kendrick Lamar, “Alright”
Taylor Swift, “Blank Space”
Little Big Town, “Girl Crush”
Wiz Khalifa f. Charlie Puth, “See You Again”
Ed Sheeran, “Thinking Out Loud”
Besti nýliðinn:
Courtney Barnett
James Bay
Sam Hunt
Tori Kelly
Meghan Trainor
Besti sólóflutningur á popplagi:
Kelly Clarkson, “Heartbeat Song”
Ellie Goulding, “Love Me Like You Do”
Ed Sheeran, “Thinking Out Loud”
Taylor Swift, “Blank Space”
The Weeknd, “I Can’t Feel My Face”
Besti poppdúett ársins:
Florence & the Machine, “Ship to Wreck”
Maroon 5, “Sugar”
Mark Ronson & Bruno Mars, “Uptown Funk”
Taylor Swift f. Kendrick Lamar, “Bad Blood”
Wiz Khalifa f. Charlie Puth, “See You Again”
Besta danslagið:
Above & Beyond f. Zoe Johnston, “We’re All We Need”
The Chemical Brothers, “Go”
Flying Lotus f. Kendrick Lamar, “Never Catch Me”
Galantis, “Runaway (U & I)”
Skrillex & Diplo f. Justin Bieber, “Where R Ü Now”
Besta rafræna dansalbúmið:
Caribou, Our Love
The Chemical Brothers, Born in the Echoes
Disclosure, Caracal
Jamie xx, In Colour
Skrillex & Diplo Present Jack Ü
Besta rokklagið:
Alabama Shakes, “Don’t Wanna Fight”
Florence + The Machine, “What Kind of Man”
Foo Fighters, “Something From Nothing”
Elle King, “Ex’s and Oh’s”
Wolf Alice, “Moaning Lisa Smile”
Besta öðruvísi (alternative) breiðskífan:
Alabama Shakes, Sound & Color
Björk, Vulnicura
My Morning Jacket, The Waterfall
Tame Impala, Currents
Wilco, Star Wars
Besti R&B flutningurinn:
Tamar Braxton, “If I Don’t Have You”
Andra Day, “Rise Up”
Hiatus Kaiyote, “Breathing Underwater”
Jeremih Featuring J. Cole, “Planes”
The Weeknd, “Earned It”
Besti hefðbundni R&B flutningurinn:
Faith Evans, “He Is”
Lalah Hathaway, “Little Ghetto Boy”
Jazmine Sullivan, “Let It Burn”
Tyrese, “Shame”
Charlie Wilson, “My Favorite Part of You”
Besta R&B lagið
Miguel, “Coffee”
The Weeknd, “Earned It”
Jazmine Sullivan, “Let It Burn”
D’Angelo And The Vanguard, “Really Love”
Tyrese, “Shame”
Besta R&B breiðskífan
Leon Bridges, Coming Home
D’Angelo And The Vanguard, Black Messiah
Andra Day, Cheers To the Fall
Jazmine Sullivan, Reality Show
Charlie Wilson, Forever Charlie
Besti rappaði flutningurinn
- Cole, “Apparently”
Drake, “Back to Back”
Fetty Wap, “Trap Queen”
Kendrick Lamar, “Alright”
Nicki Minaj Featuring Drake & Lil Wayne, “Truffle Butter”
Kanye West Featuring Theophilus London, Allan Kingdom & Paul McCartney, “All Day”
Besti rappaði samflutningurinn
Big Sean Featuring Kanye West & John Legend, “One Man Can Change the World”
Common & John Legend, “Glory”
Jidenna Featuring Roman GianArthur, “Classic Man”
Kendrick Lamar Featuring Bilal, Anna Wise & Thundercat, “These Walls”
Nicki Minaj Featuring Drake, Lil Wayne & Chris Brown, “Only”
Besta rapplagið
Kanye West Featuring Theophilus London, Allan Kingdom & Paul McCartney, “All Day”
Kendrick Lamar, “Alright”
Drake, “Energy”
Common & John Legend, “Glory”
Fetty Wap, “Trap Queen”
Besta rappalbúmið
- Cole, 2014 Forest Hills Drive
Dr. Dre, Compton
Drake, If You’re Reading This It’s Too Late
Kendrick Lamar, To Pimp a Butterfly
Nicki Minaj, The Pinkprint