KVENNABLAÐIÐ

B O O S T: Dísæt bláberjasprengja með Chia-fræjum beint eftir ræktina

Hver kannast ekki við hungurtilfinninguna sem herjar á líkamann að lokinni góðri æfingu? Sumir grípa í próteinstöng, aðrir drekka vatn og svo eru það þeir sem vilja allra helst gæða sér á einum íðilgrænum beint í kjölfarið.

Hér fer uppskrift að einum slíkum; prótein, kolvetni og svalandi kókosvatn sem hjálpar þér að vinna upp vökvatapið sem varð meðan á æfingu stendur. Í sjálfu sér er stórsniðugt að þeyta í drykkinn áður en í ræktina er farið, geyma í kæli meðan á öllu stendur og grípa svo með á útleið.

Kókosvatnið er svalandi og einkar nærandi, chia-fræin eru trefjarík og svo eru það ávextirnir sem fela í sér ljúfa freistingu. Uppskriftin hér að neðan nægir í ágætan drykk fyrir tvo eða einn vel útilátinn fyrir einn þyrstan að loknum átökum!

U P P S K R I F T:

2 bollar ferskt grænkál

1 bolli ósætt kókosvatn (eða jafnvel bara kalt vatn)

1 afhýdd og smátt skorin appelsína

1 bolli smátt skorinn ananas

1 bolli bláber

2 matskeiðar chia-fræ

L E I Ð B E I N I N G A R:

Byrjið á því að blanda saman grænkálinu og kókosvatninu / vatninu í blandaranum. Bætið svo ávöxtunum út í, einum af öðrum og þeytið vel saman með chia-fræjum. Athugið að mjög gott er að notast við frosna ávexti, sem kæla drykkinn og gefa svalandi yfirbragð.

Hellið í upphátt glas og drekkið strax, eða fyllið á drykkjarflösku með kirfilegu loki og grípið með í ræktina! Munið að geyma í kæli og hrista vel áður en drukkið er, ef drykkjarflaskan bíður í kæli meðan á æfingu stendur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!