Krakkarnir í Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi eru með puttann á púlsinum í dag og hvetja landsmenn alla, stóra og smáa, til að bregða á skemmtilegan leik í fárviðrinu sem geisar um land allt í dag. Birti þannig Slysavarnarfélagið Landsbjörg ansi skemmtilegan leik á Facebook síðu sinni nú fyrr í dag þar sem allir eru hvattir til að taka þátt.
Þá eru landsmenn hvattir til að deila stöðuuppfærslunni sjálfri, þar sem leikurinn er útlistaður og tekur ritstjórn björgunarfólk í björgunsveitinni Kili á Kjalarnesi á orðinu.
Stöðuuppfærsluna sjálfa má skoða HÉR, en einnig má skoða leikreglur hér að neðan – en textinn er tekinn af Facebook síðu Slysavarnarfélagsins Landsbjörg í þeirri einlægu von að sem flestir geti tekið þátt!
Undirbúningur:
#1 – Hafa kerti, eldspýtur og vasaljós á vísum stað, látum ekki möguleika á rafmagnsleysi trufla fjörið eða kósýheitin!
#2 – Kaffi og heitt vatn klárt á brúsum, alltaf stuð að hafa pikknikk innandyra með teppi og náttföt.
#3 – Finna fimm villur utandyra … er trampólínið, grillið, bíllinn, lausfestar jólaskreytingar og annað ekki örugglega komið í skjól?
#4 – Fjársjóðsleit … grafa frá niðurföllum og svölum, burt með grýlukertin!
#5 – Fjársjóðsleit II – finna rafhlöðuknúið útvarp til að fylgjast með fréttum. Gerum líka smá freistingapróf … minnka farsímanotkun, nota hann sem minnst til að spara rafhlöðu og álag á kerfið … nota hann þegar þörf er á.
#6 – Draga fyrir glugga, að horfa á rúður svigna undan vindálagi er ekki afslappandi … svo eru gardínur fínir demparar ef rúða brotnar.
Leikhugmyndir:
#1 – Finna mynd eða kort af útlínum Íslands, prenta út og lita … herma eftir þessari skrautlegu desemberlægð!
#2 – Eru ekki til óskreyttar piparkökur eða aðrar smákökur á heimilinu? Hvernig væri að skreyta þær í stíl við myndina!
#3 – Dansa eins og vindurinn!
#4 – Desemberlægðar-naglalakk, jólakort, krosssaumur, prjónaskapur eða andlitsmálning … notum hugmyndaflugið og njótum þess að vera innandyra.
#5 – Ef þið ætlið að vera á ferðinni fyrir hádegi á morgun og komið auga á útlendinga, pikkið í þau og kannið hvort þau viti af óveðrinu. Prófið áhrifarík orð eins og snowstorm, hurricane wind, dangerdanger, no one outside!
Fregnir af veðri og viðbúnaði á alnetinu: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands
Stöðuuppfærslu Slysavarnafélagsins Landsbjörg má lesa í heild sinni hér:
Frá Björgunarsveitinni Kili, Kjalarnesi. Vinsamlegast lesið til enda, og deilið eins og vindurinn!Jæja börnin góð, bæð…
Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Monday, December 7, 2015