KVENNABLAÐIÐ

Er rót kvíðans í rassinum?

Þér hefur eflaust ávallt verið sagt að þunglyndi þitt, allur þinn ótti og kvíði  sé bara í hausnum á þér. Hinsvegar gæti það nú verið svo að þetta sé allt saman í rassinum á þér! Já! Ég sagði rassinum!

Stórvöðvarnir sem liggja við mjaðmabeinin og rassinn sem eru  stundum kallaðir „vöðvar sálarinnar” og á latínu psoas. Þessir vöðvar hafa áhrif á hreyfigetu þína, jafnvægi, liðamótin, liðleika og margt fleira. Þeir aðstoða við að halda líkamanum uppréttum og hreyfanlegum.

1200x600

Ein rannsókn kemur fram með þá kenningu að þessir vöðvar gætu verið tengdir fleiru enn bara hreyfanleika þínum. Þeir gætu vel verið tengdir allri velferð þinni.

Þessir vöðvar sálarinnar eru einnig tengdir þindinni þar sem öndunarstjórnun fer fram og þar eru einmitt mörg líkamleg einkenni kvíða upprunin. Alþjóðlegi jógasérfræðingurinn, Liz Koch, sem hefur helgað líf sitt þessum vöðvum, heldur því fram að það séu bein tengsl á milli psoas, eins og vöðvarnir heita á latínu, og mænunnar sem síðan er tengd við elsta hluta heilans „litla heila.“

Litli heili sér um eðlisávísun og frumeðlið, en ekki rökhugsun. Hér áður fyrr, fyrir tíma hins talaða máls sá litli heili, algjörlega um afkomu okkar og sjálfsbjargarviðleitni, sem dýrategundar.

Svo það er kannski ekki svo fjarstætt að þegar psoasis eða vöðvi sálarinnar við rassinn á þér og mjaðmir, er spenntur, þá gæti litli heili verið það líka og skilið þig eftir í óskiljanlegum kvíða, spennu og almennri vanlíðan.

Svo hvernig á þá að teygja á þessu og slaka á þessum vöðvum? Hér er video handa ykkur, elskurnar, sem kennir ykkur það og hver veit nema þessar sáraeinföldu æfingar hjálpi til við að svæfa kvíðann og óttann sem poppar upp við minnsta tilefni: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!