KVENNABLAÐIÐ

Hello Barbie auðvelt skotmark óprúttinna netþrjóta sem herja á varnarlaus börn

Hello Barbie, sem mun vera fyrsta dúkkan sem hægt er að tengja við internetið, er auðvelt skotmark netþrjóta og einkar berskjölduð fyrir rafrænum árásum. Barbie dúkkan styðst við þráðlaust net sem flytur raddir barna sem ræða við leikfangið yfir á netþjón sem túlkar ræðuna og svarar barninu, rétt eins og Siri – sem er aðstoðarþjónn iPhone notenda eða Cortana frá Microsoft.

Þetta mun hafa komið í ljós nýverið og segja sérfræðingar í öryggismálum að smáforrit sem hægt er að hlaða niður á farsíma sem tengist leikfanginu sé meingallað, að tölvuþrjótar geti þannig brotist inn á nettenginguna og hlerað samskipti milli leikfangsins og netþjóna sem Barbie dúkkan tengist inn á.

unnamed (1)

Þetta kemur fram á vef Fortune, en þar segir að leikfangið styðjist við rafræn kennimerki sem geri netþrjótum auðvelt fyrir að misnota og jafnvel hlera samskipti Barbie dúkkunnar við netþjóninn. Þá eru Android notendur ekki heldur óhultir fremur en iPhone notendur þar sem öryggisgallinn hefur einnig áhrif á iOS útgáfuna. Þá kemur einnig fram að sérfræðingar segi þá síma sem hafi hlaðið niður smáforritinu tengist sjálfkrafa þeim þráðlausu netþjónum sem bera nafnið Barbie og að rökstudd ástæða sé fyrir foreldra að vera á varðbergi.

HT_hello_Barbie_07_mm_150916_4x3_992

Talsverð spenna og eftirvænting ríkti kringum útgáfu dúkkunnar í febrúar á þessu ári, en Mattel setti Hello Barbie dúkkuna, sem tengist netinu og svarar börnum á markað í samvinnu við Toy Talk, sem er hátæknifyrirtæki en efasemdir voru þegar farnar að gera vart við sig í kringum áætlaðan útgáfudag Hello Barbie.

Það er mikilvægt að hafa hugfast að árásin er einungis gerleg meðan notandinn er að tengja dúkkuna við þráðaust net og að jafnvel eftir að tenging er komin á, getur tölvuþrjóturinn hvorki þefað uppi lykilorðið á neti, né tekið yfir hljóðsamskipti barnsins og tölvuþrjóturinn getur alls ekki haft nein áhrif á það sem Hello Barbie segir.

Umfjöllun Fortune má lesa HÉR, en þetta mun skipta talsverðu máli við val á jólagjöfum handa börnum þar sem aldrei er of varlega farið þegar netsamskipti eru annars vegar. Hér má sjá fulltrúa MATTEL kynna dúkkuna á Toy Fair í New York í febrúar á þessu ári og sýnir virkni Hello Barbie: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!