Í dag, sunnudaginn 6 desember, tendra Íslendingar á öðru kertinu á aðventukransinum sem ber heitið Betlehemskertið og er ætlað að leiða hugann að bænum, þar sem Jésú fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.
Undirbúningur jóla er nú orðinn áþreifanlegur, piparkökuilmur, kanelstangir og heitt kakó má eflaust finna á mörgum heimilum þessa dagana sem og fallega jólatóna sem óma víðsvegar um landið meðan litlir fingur föndra við skraut við eldhúsborðið.
Hér má sjá aðaleikarana í metsölumyndinni Neptunes Daughter sem gefin var út árið 1949, en lagið Baby It’s Cold Outside, sem Frank Loesser samdi, hlaut Óskarinn sem besta kvikmyndalagið og hefur allar götur síðan verið tengt við aðventuna: