KVENNABLAÐIÐ

Til allra „ljótu“ stelpnanna í bekknum

Hefurðu séð flottara andsvar? Lynelle Cantwell er sautján ára nemi í menntaskóla í Kanada. Henni varð ekki skemmt við „grín“ unglingsdrengjanna í bekknum sínum þegar hún sá könnun sem hafði verið gerð af þeim. Umrædd könnun átti að sýna ljótustu stelpurnar í bekknum og var hún þar á meðal.

 

ugly1

 

Lynelle fór þó ekki undir sæng og grét eins og margir hefðu gert heldur póstaði hún tilkynningu á Facebook. Þar segir:

Til þeirra sem bjuggu til og tóku þátt í „ljótu-stelpna-keppninni,“

Mér þykir leitt að líf ykkar sé það ömurlegt að þið þurfið að hefja ykkur yfir aðra. Til þeirra 12 sem kusuð mig í fjórða sæti listans, ég vorkenni ykkur líka. Það er ömurlegt að þið munuð aldrei kynnast mér sem manneskju. Ég veit ég er ekki mikið fyrir augað. Ég veit ég er með undirhöku og nota föt í stærð XL. Ég veit ég hef ekki fullkomið bros eða hið fullkomna andlit. En ég vorkenni ykkur. Ekki sjálfri mér. Ég vorkenni ykkur því þið skemmtið ykkur við að láta öðrum líða eins og skít.“

 

ugly list

 

Hún hélt svo áfram: „Það er ykkar missir að fá aldrei tækifæri til að kynnast þeirri einstöku manneskju sem ég er. Það getur vel verið að ég falli ekki undir hefbundnar fegurðarskilgreiningar útlitslega en ég er fyndin, góð, jarðbundin, frjálslynd, hjálpsöm, skilningsrík og ég get vel haldið uppi samræðum.“

 

ugly2

 

Tók hún einnig upp hanskann fyrir hinar stelpurnar í þessari ömurlegu könnun: „Þetta gildir líka fyrir allar stelpurnar sem lentu á þessum lista ykkar. Þó að við lítum ekki út eins og fyrirsætur að utan þýðir EKKI að við séum ljótar. Ef það eru ykkar hugmyndir um ljótleika eigið þið eitthvað bágt. Í alvöru? Hvað er að?“

Viðbrögð Lynette hafa nú ratað á fjölmarga fréttamiðla víða um heim og hefur hún tjáð sig um hversu „stjarnfræðileg“ þau hafi verið. Hún hefur fengið ómældan stuðning víða að og ekki af ástæðulausu. Hún sagði í viðtali við BuzzFeed Canada: „Ég hef meira sjálfstraust núna en fyrir þessa blessuðu könnun!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!