Það er gaman að leika sér með líkjöragerð og hér er uppskrift að heimalöguðum kaffilíkjör sem líkist kahlúa líkjörnum fræga! Þetta er tilvalið að gera fyrir jólin en hann er þrjár vikur að lagast þannig að það er best að vinda sér í þetta ef hann á að verða góður um jólin!
Heimatilbúið Kahlúa
Þetta þarftu:
1 (750 ml) flaska af vodka eða hvítu rommi
1 1/4 b0lli dökkt romm
1 1/2 bolli sykur
400 g heilar kaffibaunir
1 vanillustöng
1 kanilstöng
1 tmtsk kakónibbur
1 væn sneið af appelsínuberki – má sleppa
Aðferð:
- setjið allt i stóra krukku sem hægt er að loka vel og örugglega
- dagsetjið og látið standa á köldum, dimmum stað í 3 vikur. Hristið reglulega.
- sigtið vökvann í gegnum fínt sigti eða grisju. Setjið á flösku og notið eins og hvern annan kaffilíkjör.
Eftir Scott Baird of 15 Romolo