Við elskum tíramísú en stundum þá nennir maður bara ekki að fara alla leið en þá er það þessi uppskrift sem bjargar málunum og skapar rétta fílinginn.
Hrærið saman 200 g af mascarpone osti og 3 mtsk af sykri.
Takið 12 ladyfingers (kexið sem notað er í Tíramísú) og leggið í bleyti í 3/4 bolla af exspresso kaffi og 1 mtsk af dökku rommi í 2-3 mín.
Takið fram víð glös og leggið kexið (brjótið það ef með þarf) og mascarponeostinn til skiptis í nokkur lög.
Fyllið glasið með þeyttum rjóma og drussið kakói yfir til bragðbætis og skrauts!