KVENNABLAÐIÐ

Röngtenmyndir afhjúpa hvað gerist þegar við látum braka í hnúum og liðum

Lætur þú braka í liðum? Smellir fingrunum? Hnykkir hálsinum svo smellur í hnakkanum? Viltu vita hvað veldur smelluhljóðinu? Öfugt við það sem þú gætir haldið, þá eru það ekki beinin sem brakar í og ekki vöðvarnir heldur. Að öllum líkindum eru loftbólur að springa, sem myndast hafa inni í liðvökvanum sem heldur liðinum sveigjanlegum – rétt eins og um bóluplast, sem springur við þrýsting, sé að ræða.

Fáránlega áhugavert sem það nú er, hér fer örstutt myndband þar sem spurningunni er velt upp og tilgátur krufðar til mergjar; hvað í ósköpunum er að gerast milli liða þegar brakar í hnúum?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!