Hér kemur uppskrift að dýrðlegum morgunverði til að njóta með fjölskyldu eða vinum. Amerískar pönnukökur eru alltaf góðar og hér eru þær framreiddar á aðeins nýjan hátt og þetta er alveg ótrúlega gott!
Svona ferðu að:
225 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
smá salt
15 g sykur
1 egg hrært í skál
330 g súrmjólk
30 g bráðið smjör
10 sneiðar reyktur lax
5 beikonsneiðar VEL STEIKTAR
10 mtsk sýrður rjómi
5 tsk hlynsýróp
1. Hrærið öllu sem fer í pönnukökurnar saman þar til soppan er kekkjalaus.
2. Bakið pönnsurnar sem verða þykkar á ameríska vísu. Þetta deig er fyrir 8-10 pönnukökur.
3. Raðið 2 laxasneiðum á hverja pönnsu, setjið væna slettu af hrærðum sýrðum rjóma og þar næst beikonsneið ofaná.
4. Slettið sýrópinu yfir…
Þetta er uppskrift sem þú munt nota aftur og aftur og aftur…