KVENNABLAÐIÐ

Yndislegar morgunverðarpönnsur með LAXI, sýrðum rjóma og BEIKONI

Hér kemur uppskrift að dýrðlegum morgunverði til að njóta með fjölskyldu eða vinum. Amerískar pönnukökur eru alltaf góðar og hér eru þær framreiddar á aðeins nýjan hátt og þetta er alveg ótrúlega gott!

12291785_984995708238500_4743214304226253268_o

Svona ferðu að:

225 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
smá salt
15 g sykur
1 egg hrært í skál
330 g súrmjólk
30 g bráðið smjör

10 sneiðar reyktur lax
5 beikonsneiðar VEL STEIKTAR
10 mtsk sýrður rjómi
5 tsk hlynsýróp

1. Hrærið öllu sem fer í pönnukökurnar saman þar til soppan er kekkjalaus.
2. Bakið pönnsurnar sem verða þykkar á ameríska vísu. Þetta deig er fyrir 8-10 pönnukökur.
3. Raðið 2 laxasneiðum á hverja pönnsu, setjið væna slettu af hrærðum sýrðum rjóma og þar næst beikonsneið ofaná.
4. Slettið sýrópinu yfir…

Þetta er uppskrift sem þú munt nota aftur og aftur og aftur…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!