KVENNABLAÐIÐ

Gefðu KÓKÓSkaramellur í JÓLAGJÖF

Þetta þarftu að eiga til að búa þessar klikkuðu karamellur til sem eru tilvaldar sem jólagjöf handa þeim sem á allt eða bara til að taka með í jólaboðið eða saumaklúbbinn.

1 dós kókosmjólk (Ekki low-fat)
3/4 bolli sykur
1/2 bolli kókosolía
1/3 bolli hlynsýróp
3/4 tsk sjávarsalt
1 tsk vanilludropar
1 bolli ristaðar kókosflögur (ósætar)

Aðferð:

Setjið ofnskúffu á hitaplatta og klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír þannig að pappírinn nái vel fram yfir brúnir ofnskúffunnar.

Setjið kókosmjólkina, sykur, olíuna, sýrópið og saltið í pott með þykkum botni og látið suðu koma upp á miðlungshita og hrærið oft í til að allt blandist vel saman. Notið bökunarhitamæli og látið sjóða og hrærið stöðugt þar til mælirinn sýnir 120 C. þetta tekur um það bil 15 mínútur. Blandið vanilludropunum saman við EN gætið ykkar því sykurinn getur slest smávegis til þegar droparnir koma í pottinn. Hrærið dropana samanvið.

Hellið karamellunni þvínæst í ofnskúffuna og setjið ristuðu kókosflögurnar yfir og notið sleif með tréskafti til að pressa flögurnar ofan í karamelluna svo þær nái festu. Látið kólna vel sem tekur um tvær stundir. Setjið þá í ísskáp í 2-3 tíma.

Notið endana á bökunarpappírnum til að ná karamellunni uppúr ofnskúffunni og setjið karamelluplötuna á skurðarbretti.

Notið eldhússkæri eða góðan hníf til að skera karamelluna í bita og pakkið hverri og einni inn í vaxborinn pappír eða bökunarpappír. Geymið karamellurnar á köldum stað og helst í ísskáp. Svo er upplagt að setja karamellur í litlar glerkrukkur, skreyta þær og gefa einhverjum sem á eitthvað sætt og gott skilið um jólin!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!