Snjór úti og allt er svo jólalegt! Þá er ekki verra að bjóða upp á heitan áfengan fullorðinsdrykk sem þið eigið eftir að falla fyrir. Unaðslega kremaður og kryddaður og birtan úr appelsínusýrópinu gerir drykkinn ævintýralega góðan!
ÞETTA ÞARF TIL AÐ BÚA ÞESSA SNILLD TIL:
3/4 bolli ósykruð möndlumjólk
3 mtsk brandý eða koníak
2 tsk kryddað *appelsínusýróp
1/4 tsk vanilludropar
ísmolar að vild
Múskat
*Appelsínusýróp:
1/2 bolli sykur
1/2 bolli vatn
slatti af appelsínuberki
1 kanilstöng
1 anisfræ
Setjið allt sem á að fara í sýrópið í skaftpott og sjóðið saman á vægum hita þar til sykurinn er alveg bráðnaður og sýrópið hefur þykknað. Hellið því síðan í krukku í gegnum sigti. Geymist í ísskáp í allt að tvær vikur.
Aðferð:
Blandið möndlumjólk,brandý, appelsínusýrópi og vanilludropum í mixerinn og blandið þar til allt er létt og freyðandi. Bætið klökum við ef drykkurinn á að vera vel kaldur. Hellið í klakafyllt glas og drussið smá múskati yfir!
Það má líka sleppa klökum, hita í skaftpotti eða örbylgjuofninum, hella í FALLEGAN BOLLA og skreyta með múskati og kannski nota kanilstöng til að hræra í drykknum og til skrauts!
Njótið!