KVENNABLAÐIÐ

Ljúffengt heitt mexíkóskt súkkulaði sem rífur í!

Þegar líður að jólum er dásamlegt að ilja sér með bolla af rjúkandi heitu súkkulaði og ekki er verra að gæða sér á smákökum með því. Hina klassísku uppskrift ætti að vera flestum kunn, en mexíkóskt heitt súkkulaði er skemmtileg tilbreyting. Þá er notast við svipaðan grunn og er hefðbundinn, en bætt við ýmsum kryddum til að gefa súkkulaðinu extra kikk!

Ég hef prófað nokkrar uppskriftir en uppáhaldið mitt er án efa mexíkóska súkkulaðið sem Molly, sem er matarbloggari á vefsíðunni mynameisyeh.com, gerði. Hennar uppskrift er innblásin af Hemsley + Hemsley dúettinum, sem eru breskar systur sem hafa gríðarlega ástríðu fyrir að gera hollan og bragðgóðan mat. Þessi uppskrift er þess vegna ekki bara góð, heldur líka meinholl!

Ég mæli eindregið með því að allir prófi þessa uppskrift og setji smá krydd í tilveruna.

Mexíkóskt heitt súkkulaði að hætti Molly

mexican-hot-cocoa-4

Innihaldsefni:

  • 1 dós kókosmjólk eða 1 1/2 bolli möndlumjólk
  • 3 msk kakóduft
  • 1 1/2 tsk vanillu extract
  • 1 1/2 msk hlynsýróp eða hunang
  • sjávarsalt af hnífsoddi
  • 1 tsk eða meira (eftir smekk) af kanil
  • Örlítið dass af cayenne pipar

mexican-hot-cocoa-12

Aðferð:

Hrærið öllum hráefnunum saman og hitið við vægan hita áður en súkkulaðið er borið fram.

Fyrir heitt súkkulaði er best að nota kókosmjólkina en einnig er hægt að hafa drykkinn kaldan og þá mælir Molly með að möndlumjólkin og hunangið sé notað.

mexican-hot-cocoa-5

Einfaldara getur það varla verið.

Bon appétit!

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!