KVENNABLAÐIÐ

10 RÁÐ: Konur vilja frekar fyndna menn

Spurðu hvaða konu sem er hverju hún leitar að í manni, og svarið: „Einhver sem getur látið mig hlæja þar til ég finn til í rifbeinunum“ er yfirleitt á listanum. Aldrei vanmeta þörfina fyrir hlátur í parasambandi, hvort sem það er á fyrsta stefnumótinu eða fimmta hjúskaparafmæli.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið við Stanford University School of Medicine styðja þetta, því þar kom í ljós að konur hafa þróast í þá átt að meta húmor og menn í þá átt að framleiða hann. Núna vitum við að konum finnst fyndnir menn meira aðlaðandi enn hinir, svo brettu upp ermarnar kallinn minn og lestu áfram.

Hér koma nokkur gullin ráð til að heilla konur upp úr skónum og stelpur, þið ættuð einnig að lesa áfram því rúsínan í pylsuendanum…. er handa ykkur.

  1. Mr.Bean er ekki sexý

Á fyrstu stefnumótunum ættirðu að forðast að taka Mr.Bean senur, því það eru til töluvert betri leiðir til að vera sexý og skemmtilegur. Svo geymdu það að ganga á ljósastaura og rota þig, þar til á alla vega …. tja…. þriðja stefnumótinu. Einbeittu þér frekar að því að vera hrífandi, kurteis og beita persónutöfrunum til að tryggja að þú fáir nú að hitta hana aftur.

  1. Ekki hlæja alltof mikið að eigin fyndni

Þér finnst sjálfum þú kannski afskaplega fyndinn, en reyndu fyrir alla muni að forðast það að opinbera þá skoðun of mikið. Það er í góðu lagi að glotta smá og flissa, sérstaklega þegar þú sérð að hún er að skemmta sér eða ef þú finnur að hún er að horfa eftir því að deila með þér húmornum sem þú skapaðir. En hafðu það samt mjög hóflegt. Ef svo skyldi fara að hlutverkaskipting á sér stað, hlæðu þá að bröndurunum hennar.
Það styttir leiðina að samkennd og tengsla ykkar á milli.

  1. Gefðu henni smá húmoríska innsýn í líf þitt

Konur eru fæddar til að deila hlutum og meðtaka frá öðrum. Þú getur þannig flýtt fyrir tengslamyndun með því að segja henni frá fyndnum fjölskyldusögum. Hún mun ekki eingöngu dragast meira að þér þegar þú kitlar svona kímnigáfu hennar, það er einnig sú staðreynd að nú ert þú að segja henni frá persónulegum minningum og það fær hana til að finnast hún mun meira metin af þinni hálfu, henni treyst og það er líklegra að hún sjálf muni opna sig. Hafðu samt í huga að forðast mjög myndræn augnablik, eins og þetta agalega fyndna skipti sem þú fékkst þennan ferlega niðurgang í veiðiferðinni….. nema hún hafi þennan virkilega sérstæða húmor fyrir svoleiðis.

  1. Æfðu pókerfeisið”

Þurr og svipbrigðalaus kímnigáfa gengur yfirleitt nokkuð vel ofan í fólk en það er vandasamt verk að segja brandarana svo vel sé á þennan máta. Ef þú ert að segja einhverja óskaplega skondna og andríka línu skælbrosandi, þá fellur línan um sjálfa sig og þú nærð ekki réttu áhrifunum. Þannig að þú ættir að æfa pókerandlitið.

  1. Ekki ofleika hláturgosa í 5 klukkutíma

Ef mamma þín hefur sagt þér einhvern tímann að þú sért alveg afskaplega góð eftirherma, er ekki þar með sagt að þú sért næsti Laddi. Mömmum finnst börnin sín alltaf gera allt best og hún elskar hvað eina sem þú tekur þér fyrir hendur…. ef það er löglegt á annað borð. Ef vinir þínir hafa sagt það sama við þig grínlaust, þá er ekki ómögulegt að þetta sé rétt. Notaðu þennan hæfileika í miklu hófi, þá mun hún segja vinkonunum hvað þú sért fyndinn og skemmtilegur. Ef þetta er ofnotað, þá verðurðu jafn pirrandi og Jim Carrey maraþon.

  1. Sjálfsöryggi og hógværð eru frábært kombó

Konum líkar vel við karlmenn sem eru fullir sjálfstrausts án þess að leyfa egóinu að leika lausum hala. Hógværð og lítillæti koma þér lengra heldur enn blæjubíllinn eða 350 fm einbýlið þitt. Að geta gert grín að sjálfum sér og hlegið að eigin vitleysu og klaufaskap, er mjög mikilvægt þar sem það sýnir viðkvæma hlið þín, svipað og þegar þú sagðir henni persónulegu fjölskyldusögurnar. En passaðu þig á því að það er munur á því að hafa húmor fyrir sjálfum sér og því að vera algjörlega án sjálfstrausts. Smá athugasemdir um að vera ekki gerður fyrir jóga” eftir að hafa þurft á sjúkraliðum að halda eftir erfiðan jógatíma, það myndi ganga. En að láta dömuna þína heyra það á öllu að þú getir ekkert og sért til einskis nýtur gerir það ekki.

  1. Sjálfhverfa er algjört turn-off

Passaðu upp á að sjálfstraustið hlaupi ekki með þig í gönur og breytist í mont og sjálfhverfu. Ef þú hefur það orð á þér að vera djarfur og áræðinn er það allt í fína lagi. Sjálfsöruggur karlmaður er kynæsandi, maður sem veður í villu og svíma yfir réttindum sínum og yfirburðum verður fljótt og örugglega yfirgefinn með matarreikninginn í höndunum á fyrsta stefnumóti.

  1. Annarra manna línur sýna annarra manna fyndni, ekki þína

Vertu frumlegur. Það geta allir tekið línur úr grínþáttum sjónvarpsins eða heilu syrpurnar frá Jeff Dunham og það gæti jafnvel gengið í eitt skipti til að sýna fram á að þú hafir nú kímnigáfu. En heldurðu ekki að þú hafir meira fram að bjóða enn þrælæfðar línur? Spuni er miklu fyndnari og ef þú upphugsar eitthvað sem þér finnst fyndið, er alls ekkert ólíklegt að henni finnist það líka ef það er einlægt.

  1. Sýndu henni hver þú ert

Umfram allt, vertu þú sjálfur. Ef þú þarft að breyta þér í einhverja aðra persónu til að verða voða fyndinn og skemmtilegur, slepptu því þá frekar. Finndu manneskju sem lætur þér líða vel í eigin skinni og þú getur verið þú sjálfur með. Hláturinn kemur sjálfkrafa með hamingjunni og það er allt sem skiptir máli.

  1. Rúsínan í pylsuendanum handa stelpunum (pun intended)

Þessar sömu rannsóknir sem ég nefndi hér að ofan, sýndu fram á það að karlmenn dragast frekar að konum sem hlusta á þá, hlæja með þeim og að fyndni þeirra, heldur enn þeirra kvenna sem voru fyndnar sjálfar.

Því er haldið fram að notkun og túlkun á húmor geti stafað af bæði meðfæddum og lærðum, tvíeggja kynjamismunun hjá báðum kynjum ásamt þránni til að kynnast persónuleika annarra og kanna hver passi manni best. Þannig að þegar allt er dregið saman af þessum rannsóknum þá eru karlmenn fæddir flytjendur en konur áheyrendur.

En fyndnar konur ættu samt ekkert að leyna því hverjar þær eru og reyna þá frekar að finna þá menn sem meta það vel að geta hlegið dátt með þeim.

Gangið glaðlega inn í helgina elskurnar og finnið fólk til að hlæja með …

… kannski leynist ástin í húmornum!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!