KVENNABLAÐIÐ

Svona setur þú glimmer í hárrótina að hætti Cosmo – Lærðu hátíðargreiðsluna!

Glimmer og glitur, gull og gersemar. Allt er leyfilegt í vetur og því fleiri litir og röndótt tilbrigði við hárstef sem djarfir taka upp á – því fegurra að mati allra alvöru tískuspegúlanta. Einhverjir vilja meina að glimmerskreytt karlaskegg séu alveg málið nú um hátíðirnar meðan aðrir skrúfa lokið af glimmerdollunni og hrista duglega í handarkrika (alveg satt).

Öllu fallegri (og mun alvörugefnari) er þó glimmertískan sem gælir við hárrótina:

Einhverjir kunna að halda að hér sé eitthvað grín á ferð. En spegúlantarnir vilja hins vegar meina að aldrei verði nóg af glimmeri og að glitrandi hárrót sé einmitt málið nú meðan myrkasta skammdegið gengur yfir; það sé heilandi fyrir sálina að njóta allra lita regnbogans og að gullslegin hárrót sé hverrar konu prýði.

Því til stuðning smá þannig sjá kennslumyndband frá Cosmo, þar sem farið er ofan í saumana (eða rótina) á því hvernig best er að skreyta hár með glimmerögnum: