KVENNABLAÐIÐ

Súkkulaði möndlu kókósbitar

Á að baka eitthvað nýtt og gott fyrir jólin?

Því ekki að prófa þessa uppskrift.

Uppskrift gefur 24 kökur og er einfalt að tvöfalda.

Hráefni:

2 bollar af hrá möndlum

1 stykki af dökku súkkulaði c.a 3 oz

1 tsk af sjávarsalti

4 bollar af möndlum

1 bolli af rifinni kókóshnetu

4 stútfullar msk af möndlusmjöri

Leiðbeiningar:

  1. Fyrst þarf að mylja niður möndlurnar og súkkulaðið þar til það er fínt en samt ekki of fínt.
  2. Skyldu svo helming af þessari blöndu í matarvinnsluvélinni og settu hinn helminginn til hliðar.
  3. Bættu nú við hálfri tsk af sjávarsaltinu, 2 bollum af döðlum, ½ bolla af rifinni kókóshnetu og 2 stútfullum msk af möndlusmjöri og láttu blandast í matarvinnsluvélinni þinni þar til allt ef mjúkt og fínt. Settu þessa blöndu í stóra skál.
  4. Núna skaltu setja í matarvinnsluvélina restina af súkkulaði-möndlublöndunni, rest af saltinu og döðlum, kókóshnetunni og möndlusmjörinu. Látið myljast vel saman. Og bætið í stóru skálina.
  5. Bleyttu nú aðeins hendurnar á þér til að blanda þessu vel saman í skálinni. Settu nú deigið í stórt form. Hafðu smjörpappír undir. Svo það sé auðveldara að ná bitunum úr forminu.
  6. Þetta skal svo hylja og geyma í ísskáp yfir nótt. Nú getur þú skorið þetta í eins litla eða stóra bita og þér hentar og auðvelt á að vera að ná þeim úr forminu.

Njótið vel!

Þessi uppskrift er fengin af vef Heilsutorg, þar sem fjölmargar heilnæmar uppskriftir er að finna: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!