KVENNABLAÐIÐ

Vilt þú búa í Hobbitahúsi? Það er hægt!

Er þetta ekki æðisleg hönnun? Ef þú átt tvo vini og skrúfjárn eru seldar tilbúnar einingar sem hægt er að bæta við eftir þörfum og þið getið sett húsið upp á þremur dögum!

hobb1

Hljómar ósennilega? Nei, þetta er alveg satt. Fyrirtækið sem heitir því lýsandi nafni Green Magic Homes hefur sett á markað virkilega skemmtilega hönnun sem felst í einingum sem settar eru saman á þann hátt sem fólk óskar sér og getur því húsið verið eins lítið eða stórt eins og fólk óskar.

hobb2

hobb4

hobb3

Þín eigin Hobbitahola sem Bilbo Baggins hefði umsvifalaust samþykkt!

Húsin eru hönnuð til að vera niðurgrafin og fullyrðir fyrirtækið að það henti öllum tegundum jarðvegs, s.s. í borgum, á ströndum og í fjöllum.

Við getum að minnsta kosti varla beðið eftir að húsin mæti á klakann!

hobb5

Lítur líka vel út inni!

hobb6

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!