Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti of spil, ef fram fer sem horfir. Gleðigjafinn og góðgerðarátakið Lítil Hjörtu sem er árleg jólasöfnun handa efnalitlum fjölskyldum, hefur þannig í samráði við fyrirtækin Diplo og Óðinsauga sett saman skópakka fyrir sveinka, en starfið er alfarið rekið á frjálsum framlögum einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna.
Þessu greinir Styrmir Barkarson, sem stendur að baki Lítil Hjörtu frá og segir Styrmir, sem heldur meðal annars úti upplýsingasíðu á Facebook, að ballið sé rétt að byrja í ár:
Pælingin með söfnunina er sú að ég starfi eins og fjöltengi fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða. Ég tengi saman fólk sem vill gefa, fyrirtæki sem vilja hjálpa og hjálparstofnanir sem fólk leitar til.
Þetta mun vera þriðja árið sem Styrmir heldur utan um starfið fyrir jól, en aðspurður hvernig starfið virki segir hann um skemmtilega keðjuverkun vera að ræða:
Og það er þannig að fólk leggur pening inn á reikning sem ég er með og ég nota þann pening til að versla við fyrirtæki sem gefa alveg frábæran afslátt og sum gefa jafnvel vörur til viðbótar.
Styrmir útdeilir þó ekki gjöfum sjálfur og áréttar að hans aðkoma sé hlutverk milliliðs milli þeirra sem þurfa á hjálp að halda og stærri velgjörðarhópa sem að mestu eða alfarið eru reknir á frjálsum framlögum:
Allar gjafir sem safnast fara til Velferðarsjóðs Suðurnesja sem sér um að dreifa þeim til skjólstæðinga. Ég vil ekki leggja það á fólk sem glímir við fátækt að þurfa að bera ástand sitt á borð fyrir enn eina manneskjuna til að fá hjálp. Velferðarsjóðurinn er með gott kerfi og fólk er nú þegar að leita þangað, þannig að þau eru mikilvægur hlekkur.
Þá ítrekar Styrmir hversu mikilvægt er að börn efnaminni foreldra geti staðið jafnfætis jafnöldrum sínum og að hann vilji leggja sitt af mörkum svo allir fái eitthvað fallegt í skóinn:
Þegar krakkar eru í efnalítilli fjölskyldu getur það haft svo verulega slæm áhrif á félagslega stöðu þeirra. Ég byrjaði á þessu fyrir 3 árum þegar ég gat ekki lengur látið það gerast að krakkar, sem ég vissi að bjuggu við fátækt, sátu þögulir á meðan bekkjarfélagarnir báru saman skógjafirnar. Þau höfðu oft ekki fengið neitt. Þau skildu ekkert að það var vegna þess að foreldrar þeirra voru fátækir. Þau skildu bara ekki hvers vegna jólasveinarnir hunsuðu þau ofan á allt annað.
Þessum glaðlyndislega og fallega pósti deildi Styrmir þannig á upplýsingasíðunni Lítil Hjörtu nú um helgina, en eins og sjá má hafa íslensku jólasveinarnari verið iðnir við kolann í ár og af nægum skógjöfum að taka fyrir fjölmörg börn.
Áhugasamir um starfið smelli HÉR en að neðan má sjá skógjafir sveinka:
Fyrsta gjafasendingin er komin í hús! Mörghundruð gjafir í skóinn og fullt af gjöfum undir tréð. Hjartans þakkir fá…
Posted by Lítil hjörtu on Friday, November 27, 2015