KVENNABLAÐIÐ

Enginn vildi ættleiða Dennis vegna þess hann leit ekki „rétt“ út

Sjáið þetta dásamlega andlit! Dennis er 3ja ára collie hundur sem er með sjaldgæfan augnsjúkdóm sem lætur hann líta út fyrir að vera örlítið rangeygður en hefur þó ekki áhrif á sjónina.

den1

 

Sjúkdómurinn kallast skjálgi eða (en.strabismus) og olli því að hann var heillengi fastur í skýli fyrir heimilislausa hunda. Tilvonandi eigendur settu útlit hans fyrir sig og vildi enginn ættleiða hann.

Hversu DÁSAMLEGUR er þessi hundur?? (myndir SWNS)

Hversu DÁSAMLEGUR er þessi hundur?!
(myndir SWNS)

Allt er þó gott sem endar vel því í dag fagnar Dennis ársafmæli á nýju heimili. Biðlaði starfsfólk skýlisins til fólks að taka hann að sér því það var búið að kynnast honum og fannst hann frábær.

den3

 

Nú hefur þessi gleðigjafi verið á heimili Liz Parks í heilt ár og gert líf fjölskyldunnar enn betra.

den5

 

Hún segir: „Að Dennis sé smá rangeygður gerir hann að enn meiri karakter og einkennir hann í raun og veru. Það er aldrei dauður tími þegar Dennis er með í fjörinu því hann finnur upp á ótrúlegustu hlutum. Við elskum hann endalaust og vildum aldrei hafa hann öðruvísi!“

Þú ert æðislegur eins og þú ert!

Þú ert æðislegur eins og þú ert!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!