KVENNABLAÐIÐ

Var Adele líka ætlað að flytja One Million Bullets sem Sia flytur?

Adele hafnaði ekki einu, heldur tveimur lögum sem Sia tók upp á sína arma og frumflytur á óútkominni breiðskífu sinni sem væntanleg er út í janúar á næsta ári. Þá gaf söngkonan út nýja smáskífu sl. föstudag sem ber heitið One Million Bullets; tregaljúf ballaða þar sem Sia skorar ástmann sinn á hólm og syngur:

One million bullets could come my way

But I want you to know that

I’d take a million, babe

How many would you take

Sjálf hefur Sia sagt um albúmið, sem inniheldur smelli sem hún samdi upprunalega með aðra flytjendur en sjálfa sig í huga, að nafn breiðskífunnar – This Is Acting – sé tilkomið þar sem hún ætlaði tónlisina í upphafi ekki fyrir eigin flutning. Hún sé því að bregða sér í ólík hlutverk og að glíma við poppmelódíur.

„Ég samdi bæði texta og laglínur með annað fólk í huga og er því ekki að syngja um eigin reynslu. Ég er meira eða minna að setja mig í spor annarra á þessari breiðskífu og er að fara með ólíkar rullur. Sem er skemmtilegt.“

Eins og Sykur greindi frá fyrr í vetur voru fyrstu tvær smáskífurnar sem þegar eru komnar út, ætlaðar Adele í upphafi en söngkonan hafnaði Bird Set Free og Alive, með þeim afleiðingum að Sia flutti lögin sjálf. Engum sögum fer hins vegar af því hverjum tónverkið One Million Bullets var upprunalega ætlað, en hér fer lagið sjálft af breiðskífunni sem kemur út þann 29 janúar á næsta ári:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!