Dóttir leikarans Ice-T og fyrirsætunnar Coco fæddist í gær, þremur vikum fyrir tímann. Hún hefur nú þegar fengið nafnið Chanel Nicole. Hún hefur nú þegar „tvítað“ sinni fyrstu færslu en þar segir:
„Ok! I’m the newest on Twitter! What’s crackin world!! No haters allowed…“
Ice-T sem á tvö börn úr fyrri samböndum og á þrjú ár í sextugt er himinlifandi og setti mynd af litlu dúllunni á Twitter þar sem hún sefur vært.
Stúlkubarnið Chanel hefur nú þegar safnað um þúsund fylgjendum en fylgist einungis með fimm – mömmu og pabba ásamt hálfsystkinum sínum.

Aðdáendur raunveruleikaþáttanna um Coco og Ice-T halda vart vatni að fylgjast með uppvexti nýjasta stjörnubarnsins, enda gerist allt í beinni útsendingu…
