Myndir teknar af mömmu: Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, tók þessar dásamlegu myndir af dóttur sinni og William prins – en hún er nú orðin 6 mánaða gömul. Voru þær teknar í byrjun nóvember og sýna þessa yndislegu dúllu sem er augljóslega hamingjusöm með lífið og tilveruna.

Er hún ekki nokkrum númerum of sæt?
Upplýsingaskrifstofa Kensingtonhallar birti myndirnar og lét fylgja með:
„William og Kate hafa fengið hamingjuóskir frá öllum heimshornum og vona að allir njóti þessara mynda eins mikið og þau.“
Charlotte hefur ekki sést opinberlega síðan hún var skírð í júlímánuði og hafa foreldrar hennar tekið þá ákvörðun að halda henni eins mikið frá sviðsljósinu og hægt er.