Núgat og marsipan er órjúfanlegur hluti af jólakonfektinu en hér er uppskrift að ferlega góðu sælgæti sem forma má í lítil jólatré þannig að þau eru ekki bara fyrir munninn heldur líka fyrir augað! Ótrúlega jólaleg!
Þetta þarftu í 20 núgat – marsipan jólatré
400 g Original ODENSE Marsipan
200 g ODENSE mjúkt Núgat
200 g ODENSE dökkt súkkulaði 55%
Notið núgatið og marsipanið ískalt úr kælinum. Skerið marsipanið og núgatið með ostaskera langsum og leggið til skiptis núgatsneið og marsipansneið hverja ofan á aðra þannið að þið endið með marsipan yst og innst.
Marsipan og núggat klumpurinn er síðan skorin í þríhyrnd stykki breiðust að neðan svo þau geti staðið og líkist þríhyrndum Toblerone bitum
Dýfið jólatrjánum í brætt súkkulaði og skreytið með kókos eða til dæmis pistasíuhnetum áður en súkkulaðið harðnar.
Uppskrift frá mad&bolig.dk