Svona býrðu til heimalagaðar piparmyntukökur sem eru mjög spes og bragðgóðar! Þessar eiga eftir að slá í gegn!
Kannski svona 75 stykki:
2 eggjahvítur
2 tsk. piparmyntuessens
ca. 450-500 g flórsykur
50 g dökkt súkkulaði til skrauts
- Hrærið eggjahvíturnar og piparmyntuessensinn saman og bætið flórsykrinum saman við hægt og rólega þar til þetta er orðinn þéttur massi.
- Rúllið upp kúlum og gerið þær flatar með fingrunum á bökunarpappír og ýtið með fingrinum og gerið dæld í miðjuna.
- Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og puntið hverja köku með smá súkkulaði.
- Látið kökurnar þorna á smjörpappír og raðið þeim svo í öskjur eða kökubox og leggið smjörpappír á milli.