KVENNABLAÐIÐ

Piparmyntusmellir

Svona býrðu til heimalagaðar piparmyntukökur sem eru mjög spes og bragðgóðar! Þessar eiga eftir að slá í gegn!

Kannski svona 75 stykki:

2 eggjahvítur
2 tsk. piparmyntuessens
ca. 450-500 g flórsykur
50 g dökkt súkkulaði til skrauts

  1. Hrærið eggjahvíturnar og piparmyntuessensinn saman og bætið flórsykrinum saman við hægt og rólega þar til þetta er orðinn þéttur massi.
  2. Rúllið upp kúlum og gerið þær flatar með fingrunum á bökunarpappír og ýtið með fingrinum og gerið dæld í miðjuna.
  3. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og puntið hverja köku með smá súkkulaði.
  4. Látið kökurnar þorna á smjörpappír og raðið þeim svo í öskjur eða kökubox og leggið smjörpappír á milli.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!