Rommkúlur eru eitthvað svo frænkulegar og klassískar og þessar eru svo sjúklega góðar og trikkið er kanelkeimurinn sem gerir þær alveg sérlega jóló!
Kannski bestu jólarommkúlur í heimi!
100 g dökkt súkkulaði
50 g smjör
100 g sykur
2 egg
1 tsk. gott dökkt romm
1 tsk. kanel
Skraut:
100 g dökt súkkulaði (eitthvað sem þú elskar)
Svona býrðu til heimsins bestu jólarommkúlur… engin pressa!
Bræðið súkkulaðið og smör yfir vatnsbaði
Takið af hellunni og hrærið sykrinum samanvið.
Þeytið eggin saman með gafli í skál og hellið saman við súkkulaðismjörið.
Setjið deigið í hringlaga bökunarform og bakið við 180° í 25-30 mínútur. Látið kökuna kólna í ísskáp yfir nótt.
Rífið kökuna í bita og setjið í skál og hellið romminu og kanel samanvið – blandið öllu vel saman með fingrunum.
Búið til 8 litlar ca. 30 g kúlur og veltið þeim upp úr rifnu súkkulaði. Kælið og njótið…!