KVENNABLAÐIÐ

Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?

Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þráhyggju og átröskunarsjúkdómum.

Þannig getur lausn frá einkennum þessara sjúkdóma með notkun þunglyndislyfja auðveldað sjúklingum að eiga í nánum samskiptum.1 Hins vegar geta þunglyndislyfin sjálf valdið þeirri aukaverkun að áhugi á kynlífi og kynsvörunin sjálf minnkar. Með aukaverkun er átt við verkun sem ekki er sóst eftir með notkun lyfs. Geta þetta verið allt frá mildum óþægindum sem annaðhvort hverfa eftir ákveðinn tíma eða eru viðvarandi og upp í alvarlegri verkanir sem valda því að hætta þarf töku lyfsins.

Með nýrri þekkingu á líffræðilegum ástæðum þunglyndis hafa komið fram ný lyf. Miða þau að aukningu ákveðinna taugaboðefna í heilanum svo sem serótóníns og noradrenalíns.2 Meðal slíkra lyfja eru hin svokölluð SSRI-lyf, eða sértækir serótónínendurupptökuhemlar, og eru áhrif þeirra á kynsvörun vel þekkt. Neikvæð áhrif þessara lyfja á kynsvörun felast í því að þau geta valdið stinningarvandamálum hjá körlum, leggangaþurrki hjá konum, minnkaðri kynhvöt og minnkaðri eða algjörum missi á getunni til að ná fullnægingu.1,3Er þetta talið gerast vegna truflunar lyfsins á kynsvörun.

Þunglyndislyf geta dregið úr áhuga á kynlífi, en einnig getur minni áhugi verið eitt af einkennum sjúkdómsins.

Kynsvörun mannsins er háð ákveðnum taugaboðum. Þar sem þunglyndislyf hafa áhrif á taugakerfið og boðefnin þar getur orðið truflun á ferli kynsvörunar með inntöku þeirra. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju SSRI-lyf draga úr kynsvörun en það er talið tengjast ákveðnum serótónínviðtökum í heilanum sem örvast við inntöku lyfjanna. Þessir viðtakar eru hamlandi fyrir kynsvörunina og því dregur úr henni þegar þeir örvast. Það virðist þó vera að kynsvörunin sé sprottin frá mörgum stöðum í heilanum og tengd ýmsum tegundum boðefna, hormóna og flóknu samspili þeirra á milli.4 Á hinn bóginn geta þessi auknu serótónínáhrif haft jákvæða þýðingu, til dæmis fyrir karlmenn sem þjást af bráðu sáðláti.1 Í þessu samhengi má hafa í huga að kynhvöt og kynsvörun mannsins er flókið samspil margra þátta svo sem lífeðlisfræðilegra, sálrænna, sjónrænna og menningarlegra en er ekki einungis bundin við starfsemi taugakerfisins.5

Aukaverkanir þunglyndislyfja og áhrif þeirra á kynsvörun hafa lengi fylgt notkun þeirra og með nýjum lyfjum hafa þær aukist til muna. Algengi kynlífstengdra aukaverkana af þunglyndislyfjum almennt hefur verið skráð í allt að 37% tilfella. Ef einungis eru talin áhrif SSRI-lyfja er algengið allt að 43%.6 Mikilvægt er að ræða við lækni eða aðra heilbrigðisstarfsmenn ef aukaverkanir eru til staðar þar sem til eru tegundir þunglyndislyfja sem ekki hafa eins mikil áhrif á kynsvörunina. Í samráði við fagaðila er einnig hægt að minnka skammta eða taka hlé í notkun lyfsins.7,8

Smelltu HÊR til að lesa greinina til enda:

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!