Þegar jólin nálgast er vinsælt að hafa leynivinaleiki á vinnustöðum og í vinahópum. Vandamálið er þó stundum að maður þekkir mannsekjuna sem maður á að gleðja ekki mjög vel. Þetta á sérstaklega við ef vinnustaðurinn er stór.
Besta ráðið er því að gefa litlar og nytsamlegar gjafir sem fólk getur notað! Það er bara ekkert gaman að sitja uppi með eitthvað skraut sem passar engan veginn inná heimilið.
Því eru hér nokkuð skotheldar hugmyndir sem ættu að nýtast leynisveinku vítt og breitt.
- Kerti: Eitthvað sem allir ættu að geta notað. Best er þó að halda sig við lyktarlaus kerti þar sem ýmsar lyktir leggjast mis vel í fólk
- Sælgæti: Eitthvað sætt í fínum umbúðum getur ekki klikkað. Ef leynivinur þinn er ekki mikið fyrir sætindi græðir hann allavega krúttlegt jólaskraut sem hátíðargestir geta nartað í
- Varasalvi: Á þessum árstíma eru flestir með ansi þurrar varir og því getur verið gott að fá einhvern góðan og mildan varasalva eða krem. Einnig er skynsamlegt að velja litlausan varalit svo að hann henti nú örugglega öllum.
- Hlýjir sokkar: Hér þarf aðeins að vita u.þ.b skóstærð leynivinarins, en það ætti að vera auðvelt að komast að því með inniháttar rannsóknarvinnu
Svo ef allt klikkar er bara hægt að splæsa í einn svona:
En það ætti nú ekki að vera þörf fyrir það. Munum bara að gjafirnar þurfa ekki að vera flóknar til að gleðja og koma leynivininum í jólaskap.