KVENNABLAÐIÐ

Hugmyndir fyrir leynisveinka

Þegar jólin nálgast er vinsælt að hafa leynivinaleiki á vinnustöðum og í vinahópum. Vandamálið er þó stundum að maður þekkir mannsekjuna sem maður á að gleðja ekki mjög vel. Þetta á sérstaklega við ef vinnustaðurinn er stór.

Besta ráðið er því að gefa litlar og nytsamlegar gjafir sem fólk getur notað! Það er bara ekkert gaman að sitja uppi með eitthvað skraut sem passar engan veginn inná heimilið.

Því eru hér nokkuð skotheldar hugmyndir sem ættu að nýtast leynisveinku vítt og breitt.

  • Kerti: Eitthvað sem allir ættu að geta notað. Best er þó að halda sig við lyktarlaus kerti þar sem ýmsar lyktir leggjast mis vel í fólk

acb09cb3dd1039268ba2f75da63e6ae5

776cf3fccfee88c6f50426beee79bdb5

  • Sælgæti: Eitthvað sætt í fínum umbúðum getur ekki klikkað. Ef leynivinur þinn er ekki mikið fyrir sætindi græðir hann allavega krúttlegt jólaskraut sem hátíðargestir geta nartað í

788be9936fb6368a0adc0c4e5e3a5920

c68431015dd315c3fd161dbdd28402a8

  • Varasalvi: Á þessum árstíma eru flestir með ansi þurrar varir og því getur verið gott að fá einhvern góðan og mildan varasalva eða krem. Einnig er skynsamlegt að velja litlausan varalit svo að hann henti nú örugglega öllum.
Lip butter frá The Body Shop
Lip butter frá The Body Shop

 

Dr. Rescue Baby Lips frá Maybelline
Dr. Rescue Baby Lips frá Maybelline
  • Hlýjir sokkar: Hér þarf aðeins að vita u.þ.b skóstærð leynivinarins, en það ætti að vera auðvelt að komast að því með inniháttar rannsóknarvinnu

e415745889bdc45569b12413b3244994

b2cfc093cbc073f56e338f791f21d24b

Svo ef allt klikkar er bara hægt að splæsa í einn svona:

18bd6490f7011b812914fdeba8a5b3e7

En það ætti nú ekki að vera þörf fyrir það. Munum bara að gjafirnar þurfa ekki að vera flóknar til að gleðja og koma leynivininum í jólaskap.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!