KVENNABLAÐIÐ

LOKSINS! – Evróputúr ADELE hefst þann 29 febrúar!

Adele er ósigrandi. Það sýna stigvaxandi vinsældir hennar undangengnar vikur; lög af nýútkominni breiðskífu stúlkunnar tróna á toppi allra helstu vinsældarlista og tónlist djössuðu dívunnar selst í bílförmum vestanhafs.

Loks er svo komið að því sem allir hafa beðið með óþreyju, Adele hyggur á tónleikaferðalag í upphafi næsta árs og hafa dagsetningar loks verið gerðar opinberar. Það var Adele sjálf sem kynnti inn fyrirhugaðan Evróputúr eins og henni er einni lagið gegnum Twitter og gerði bókstaflega allt vitlaust:

 


Opnað verður fyrir almenna miðasölu þann 4 desember næstkomandi og gaman verður að sjá hversu lengi miðarnir verða í sölu en ef marka má þær viðtökur sem breiðskífan 25 hefur hlotið, er enginn vafi á því að miðarnir muni rokseljast eins og heitar lummur á sumardegi.

Þetta eru borgirnar sem Adele mun heimsækja:

29. febrúar Belfast SSE Arena
1. mars  Belfast SSE Arena
4. mars  Dublin 3Arena
5. mars  Dublin 3Arena
7. mars  Manchester Manchester Arena
8. mars  Manchester Manchester Arena
15. mars  London The O2 Arena
16. mars  London The O2 Arena
18. mars  London The O2 Arena
19. mars London The O2 Arena
25. mars  Glasgow SSE Hydro Arena
26. mars  Glasgow SSE Hydro Arena
29. mars  Birmingham Genting Arena
30. mars Birmingham Genting Arena
29. apríl  Stockholm Tele2Arena
1. maí  Oslo Telenor
3. maí  Copenhagen Forum
4. maí  Herning Jyske Bank Boxen
7. maí  Berlin Mercedes Benz Arena
8 maí.  Berlin Mercedes Benz Arena
10. maí  Hamburg Barclaycard Arena
11. maí  Hamburg Barclaycard Arena
14. maí  Cologne Lanxess Arena
15. maí  Cologne Lanxess Arena
17. maí Zurich Hallenstadion
21. maí  Lisbon Meo Arena
22. maí  Lisbon Meo Arena
24. maí Barcelona Palau Sant Jordi
28. maí Verona Anfiteatro Arena di Verona
29. maí  Verona Anfiteatro Arena di Verona
1. júní  Amsterdam Ziggo Dome
3. júní  Amsterdam Ziggo Dome
9. júní Paris Accor Hotels Arena
10. júní Paris Accor Hotels Arena
12. júní Antwerp Sportpaleis
13. júní.  Antwerp Sportpaleis

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!